Clemens Peter Freiherr von Pirquet (12. maí 1874 – 28. febrúar 1929) var austurrískur vísindamaður og barnalæknir, einkum þekktur fyrir framlög sín til bakteríufræði og ónæmisfræði. Bróðir hans, Guido, var einnig merkur vísindamaður, verkfræðingur og eldflaugafræðingur sem á stóran gíg á tunglinu nefndan eftir sér.